Tónlistarmaðurinn Bryan Adams er á leiðinni til Íslands og heldur svokallaða „Bare Bones“-tónleika sína í Eldborg Hörpu mánudaginn 21. apríl, sem er annar í páskum. „Þetta er einstakt tækifæri til að sjá þessa stórstjörnu í mikilli …

Tónlistarmaðurinn Bryan Adams er á leiðinni til Íslands og heldur svokallaða „Bare Bones“-tónleika sína í Eldborg Hörpu mánudaginn 21. apríl, sem er annar í páskum. „Þetta er einstakt tækifæri til að sjá þessa stórstjörnu í mikilli nánd á innilegum tónleikum, þar sem hann kemur fram ásamt píanóleikara,“ segir í tilkynningu frá Senu. Almenn miðasala hefst á föstudag kl. 11. Póstlistaforsala Senu Live hefst á morgun kl. 11, en skrá þarf sig fyrir fram á slóðinni senalive.is/postlisti/.