Diljá segir að ofan á háa skatta hafi ferðaþjónustuaðilar oft þurft að sætta sig við nær fyrirvaralausar hækkanir á álögum undanfarin ár.
Diljá segir að ofan á háa skatta hafi ferðaþjónustuaðilar oft þurft að sætta sig við nær fyrirvaralausar hækkanir á álögum undanfarin ár. — Ljósmynd/Aðsend

Diljá Matthíasardóttir, hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar, segir miklar hækkanir síðustu ára á nær öllum kostnaðarliðum hafa þyngt róður fyrirtækja í ferðaþjónustu og dragi það úr samkeppnishæfni þeirra.

Hún segir það vera einfalda staðreynd að mikil óvissa um boðuð auðlindagjöld nýrrar ríkisstjórnar komi einnig niður á rekstri ferðaþjónustufyrirtækja.

Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?

Það er útlit fyrir kröftuga eftirspurn eftir ferðalögum alþjóðlega næstu misserin og því mikil tækifæri til staðar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þau tækifæri munu hins vegar ekki koma til með að grípa sig sjálf frekar en fyrri daginn.

Það gleymist oft í opinberri umræðu að Ísland er og verður alltaf í harðri

...