Negla Þórey Anna Ásgeirsdóttir hjá Val neglir að marki Selfoss á Hlíðarenda í gærkvöldi. Hún var markahæst allra á vellinum með átta mörk.
Negla Þórey Anna Ásgeirsdóttir hjá Val neglir að marki Selfoss á Hlíðarenda í gærkvöldi. Hún var markahæst allra á vellinum með átta mörk. — Morgunblaðið/Karítas

Valur náði átta stiga forskoti á toppi úrvalsdeildar kvenna í handbolta er liðið sigraði Selfoss örugglega, 31:22, á heimavelli sínum á Hlíðarenda í gærkvöldi.

Valsliðið er með 32 stig, átta stigum meira en Fram og Haukar í öðru og þriðja sæti. Eiga þau bæði tvo leiki til góða. Selfoss er í fjórða sæti með 13 stig.

Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar og var staðan 4:4 eftir níu mínútur. Þá skoraði Valur fjögur mörk í röð og var staðan í hálfleik 16:8, Val í vil.

Munurinn varð minnstur fjögur mörk í seinni hálfleik en Valur var með undirtökin og vann örugglega.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst hjá Val með átta mörk og Lilja Ágústsdóttir skoraði fjögur. Sara Dröfn Ríkharðsdóttir, Katla

...