
Lífeyrismál
Ólafur Páll Gunnarsson
Framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins
Lífeyrisréttindi launþega hjá lífeyrissjóðum og vörsluaðilum lífeyrissjóða eiga uppruna sinn í lífeyrisiðgjaldi sem greitt er af launum hvers og eins. Lífeyrisiðgjald nýtur sérstakrar verndar í lögum enda hluti þeirra grunnréttinda sem samið er um í kjarasamningum. Þetta endurspeglast í lögum um lífeyrissjóði en samkvæmt þeim á aðeins að verja lífeyrisiðgjaldi til öflunar lífeyrisréttinda en óheimilt að ráðstafa því í þóknanir eða annan kostnað.
Á árinu 2009 fjölluðu stjórnvöld um breytingar á reglum sparnaðarleiðar tiltekins innlends vörsluaðila viðbótarlífeyrissparnaðar, en samkvæmt samningsskilmálum leiðarinnar átti hluti lífeyrisiðgjalds að fara í kostnað (50% iðgjalds
...