
Jakob Már Ásmundsson fæddist 20. febrúar 1975 á Kópavogsbraut í Kópavogi. „Ég ólst að mestu upp á Hlíðarveginum á athafnasvæði Breiðabliks og þar sem Smáralindin er í dag,“ segir Jakob og að æskan hafi verið góð í Kópavoginum.
Hann gekk í Kópavogsskóla en þegar kom að framhaldsskólastiginu ákvað hann að fara í Menntaskólann í Reykjavík. „Pabbi hafði verið í MR og við fórum allir vinirnir saman í MR.“ Það reyndist vera góð ákvörðun því að þar hitti Jakob Guðbjörgu, konuna sína, á síðasta árinu í skólanum.
Jakob fór í véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna, þar sem hann og Guðbjörg hófu bæði nám haustið 1998. „Við fórum sitt í hvorn skólann, ég var í University of Illinois en hún fór í Purdue University.“ Þau höfðu bæði fengið styrk til meistaranámsins, en síðan ákváðu þau
...