
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Keppendur sem komust áfram í Söngvakeppninni eru þessa dagana í óvenjulegum undirbúningi fyrir lokakvöldið, sem fer fram í beinni útsendingu á RÚV á laugardag, 22. febrúar. Í þessari viku hafa þau Ágúst, Bjarni Ara, Dísa og Júlí, VÆB, Tinna og Stebbi JAK, hitað upp fyrir stóru stundina í útvarpsþættinum Skemmtilegri leiðinni heim á K100 með Regínu Ósk, Ásgeiri Páli og Jóni Axel. Þar hafa keppendur keppt sín á milli í spurningakeppni í fimm liðum til að prófa þekkingu sína á Eurovision og Söngvakeppninni.
Á þriðjudag mættust dúettarnir í æsispennandi keppni þar sem Júlí Heiðar og Dísa öttu kappi við VÆB.
Á miðvikudag tókust Ágúst og Tinna á í stórskemmtilegu einvígi, og í kvöld, fimmtudag, eigast Bjarni Ara og Stebbi JAK við
...