50% vöxtur kostnaðar á hvern nemanda á fáum árum kallar á endurskoðun

Kjaradeilur kennara hafa nú staðið yfir um langt skeið og virðast lítið þokast nema þá helst í átt til frekari verkfalla. Ástand hjá foreldrum og börnum hefur þegar verið erfitt víða vegna verkfalla, ekki síst vegna þess hvernig að þeim hefur verið staðið.

Að því marki sem upplýsingar hafa borist um kröfur kennara virðast þær snúa að því að þeir telji að þeir eigi að bera meira úr býtum en hafna því alfarið að það megi tengjast auknu vinnuframlagi. Fleira blandast þó inn í deilurnar og telja kennarar til að mynda að þeir búi við mikið álag. Þegar litið er til ástandsins í grunnskólum, í það minnsta einhverjum þeirra, sem fluttar hafa verið fréttir af að undanförnu, þarf þetta út af fyrir sig ekki að koma á óvart.

Þetta er þó ekki það eina sem ætti að skoða í tengslum við kjör kennara. Á dögunum birti Hagstofan tölur yfir

...