Jarðvegur á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýri, þar sem hverfið Nýi Skerjafjörður á að rísa, er að stórum hluta mengaður. Þetta sýna rannsóknir sem verkfræðistofan Efla framkvæmdi. Magn og mengandi innihald mengaðasta jarðvegsins er með þeim hætti að…
Ný íbúðabyggð Mengaða jarðveginn er að finna á svæðinu upp af Skerjafirði sem er fyrir miðju á þessari mynd.
Ný íbúðabyggð Mengaða jarðveginn er að finna á svæðinu upp af Skerjafirði sem er fyrir miðju á þessari mynd. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Jarðvegur á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýri, þar sem hverfið Nýi Skerjafjörður á að rísa, er að stórum hluta mengaður. Þetta sýna rannsóknir sem verkfræðistofan Efla framkvæmdi.

Magn og mengandi innihald mengaðasta jarðvegsins er með þeim hætti að gríðarlega mikilvægt er að átta sig vel á umfanginu svo gera megi aðgerðaáætlun er snýr að uppgreftri, flutningum, móttöku og meðhöndlun, segir Efla.

Áætla sérfræðingar að þessi mengaðasti hluti jarvegarins geti verið allt að 45 þúsund rúmmetrar.

Gera megi ráð fyrir að sérútbúnir flutningabílar þurfi að fara 3.000 ferðir með þetta efni til förgunar.

...