
Marta María Winkel Jónasdóttir
mm@mbl.is
Það að velja sér gallabuxur getur verið heilmikil listgrein. Gallabuxur þurfa að passa á líkamann og með réttu sniði er hægt að draga fram það allra besta. Útvíðar gallabuxur njóta mikilla vinsælda þessa dagana. Á meðan unglingar vilja gallabuxur sem eru svo síðar að þær dragast eftir jörðinni vilja mæðurnar, ömmurnar og frænkurnar hafa þær eins síðar og hægt er en þó án þess að þær snerti jörðina. Gallabuxur eyðileggjast smám saman ef þær eru látnar snerta malbik daglega.
Að vera í útvíðum gallabuxum og mjög háum hælum getur verið sparilegt þótt gallaefni flokkist kannski ekki undir einhvern galaklæðnað. Um leið og gallabuxurnar ná alveg upp í mittið verða til flottari línur. Töluvert flottari en ef gallabuxurnar ná upp að magasvæðinu þar sem það er breiðast. Það er ekki hægt að
...