„Við sjálfstæðismenn höfum margítrekað bent á hversu óeðlilegt er að færa matsvirðisbreytingar á eignum Félagsbústaða inn í samstæðureikning Reykjavíkurborgar,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn…

Fundur Frá svokölluðum bjöllufundi borgarstjórnar í vikunni.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Við sjálfstæðismenn höfum margítrekað bent á hversu óeðlilegt er að færa matsvirðisbreytingar á eignum Félagsbústaða inn í samstæðureikning Reykjavíkurborgar,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, en álits hennar var leitað á því mati innviðaráðuneytisins að borgin færi ekki að lögum hvað varðar mat á eignum Félagsbústaða.
Segir hún að vinnubrögð borgarinnar gefi verulega skakka mynd af stöðunni í rekstrinum og virtist ráðuneytið vera sama sinnis.
„Það verður áhugavert að sjá hvernig borgin svarar erindinu. Við munum í það minnsta fylgja þessu eftir,“ segir Hildur. » 2