Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Þess er minnst um heim allan að 80 ár eru síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk en hún fól í sér mestu mannfórnir í veraldarsögunni. Víða hefur verið háð stríð eftir seinni heimsstyrjöldina en ekkert í líkindum við hana. Öll vitum við að friður er farsælastur og býr til mesta velmegun í samfélagi manna.

Mikið uppnám hefur ríkt í alþjóðastjórnmálunum eftir öryggisráðstefnuna í München um síðustu helgi. Ýmsir hafa haft á orði að heimsmyndin sé gjörbreytt vegna hvatningar stjórnar Bandaríkjanna um að Evrópa taki á sig auknar byrðar í öryggis- og varnarmálum. En á þessi afstaða Bandaríkjanna að koma á óvart?

Skilaboðin hafa alltaf verið skýr um að Evrópa þyrfti að koma frekar að uppbyggingu í eigin öryggis- og varnarmálum. Í kjölfar stórfelldrar innrásar Rússlands í Úkraínu fyrir þremur árum hefur Evrópu ekki tekist að styrkja varnir sínar í takt við umfang

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir