— Morgunblaðið/Eyþór

Trjáfellingar í Öskjuhlíð standa yfir á meðan Reykjavíkurborg vinnur að aðgerðaáætlun um hvernig standa skuli að fellingu 1.400 trjáa. Austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar er ennþá lokuð. Í gær unnu 10-12 manns að því að fella tré með keðjusögum. Á föstudag höfðu 150 tré verið felld. Hjá Isavia fengust þær upplýsingar að Reykjavíkurborg myndi svara á föstudag hvað búið væri að fella mikið.