
Stuðningsmenn Víkingar þakka fyrir stuðninginn í fyrri leiknum.
— Ljósmynd/Víkingur
Á bilinu 80 til 100 stuðningsmenn Víkings úr Reykjavík mæta til Aþenu til þess að styðja við karlaliðið þegar það mætir Panathinaikos í síðari leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í fótbolta. Síðari leikurinn fer fram í kvöld klukkan 20 á Ólympíuleikvanginum í Aþenu sem tekur um 70.000 áhorfendur. Ljóst er að hann verður fjarri því að vera fullur þar sem von er á í mesta lagi 15.000 stuðningsmönnum Panathinaikos