Karl Gauti Hjaltason
Karl Gauti Hjaltason

Engin svör hafa borist frá dómsmálaráðuneytinu við ítrekuðum fyrirspurnum Morgunblaðsins um hvað liði auglýsingu um embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, sem enn hefur ekki verið auglýst laust til umsóknar. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum var kjörinn á Alþingi í síðustu kosningum sem fram fóru 30. nóvember sl.

Þann 8. janúar sl. spurðist Morgunblaðið fyrir um hvað liði auglýsingu um embættið og svaraði ráðuneytið því þá til að svara væri vonandi að vænta daginn eftir. Það gekk ekki eftir og þegar fyrirspurnin var ítrekuð 10. janúar var svarið svolátandi: „Ekki næst að svara þessari fyrirspurn í dag því miður.“

Leið nú og beið og var fyrirspurnin endurtekin. Þann 22. janúar var því svarað til að ráðherra hefði verið að skoða málið. „Þú færð svar þegar ákvörðun hefur verið tekin,“ fylgdi

...