Skólavörðustígur Gnægð ferðamanna er jafnan í miðborginni.
Skólavörðustígur Gnægð ferðamanna er jafnan í miðborginni. — Morgunblaðið/Eyþór

Allt kemur til okkar að utan, og það nýjasta er að borgaryfirvöld á Ítalíu hafa ákveðið að banna svokölluð lyklabox, sem gerðu fólki kleift að leigja út svefnstaði með kóðalyklum, þannig að gestur og leigusali þurftu aldrei að hittast. Með slíku banni á að reyna að draga úr massatúrismanum sem er að ganga fram af almenningi á vinsælustu ferðamannastöðum heimsins. Þessi box tíðkast líka hér og manni finnst þetta ósköp kuldaleg gestamóttaka, og ekki til þess fallin að kynna landið sem samfélag manna sem tekur hlýlega á móti fólki. Síðan eru auðvitað hótel með persónulegri þjónustu og bukki og beygjum, en það færist líka í vöxt að erlend stórfyrirtæki sæki í að fá hér lönd og aðstöðu á okkar fallega landi til að reisa „exklúsíf“ lúxushótel með útsýni inniföldu, en viðbúið að lítið verði þá eftir af arði í landinu.

Það er slæmt ef svo er komið að EES-lögin um frjálsa för fólks

...