
Elísabet M. Brand fæddist 30. desember 1945. Hún lést 7. febrúar 2025.
Útför fór fram 17. febrúar 2025.
Við Elísabet kynntumst fyrst sem litlar stelpur í skóla Jósefssystra í Hafnarfirði. Við vorum eins ólíkar og dagur og nótt. Ég hávær og fyrirferðarmikil en hún talaði lágt og lét lítið fyrir sér fara. Seinna lágu leiðir okkar saman í Kvennaskólanum í Reykjavík þar sem við vorum bekkjarsystur. Elísabet var alla tíð mikil íþrótta- og útivistarmanneskja. Hún hafði gaman af flestum íþróttum og stundaði þær af kappi eftir því sem kringumstæður leyfðu. Það kom því ekki á óvart að hún skyldi setjast í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og fljótlega kom í ljós að kennslan og íþróttaþjálfun lágu einstaklega vel fyrir henni.
En Elísabetu var fleira til lista lagt. Hún var mjög fróðleiksfús og hafði mikinn
...