Volodimír Selenskí Úkraínuforseti gagnrýndi í gær Trump Bandaríkjaforseta og sagði hann búa í heimi rangupplýsinga. Féllu ummæli Selenskís á blaðamannafundi í Kænugarði eftir að Trump gaf í skyn í fyrrakvöld að Úkraínumenn og Selenskí bæru ábyrgð á…
Kænugarður Selenskí ræddi við blaðamenn í gær um ummæli Trumps.
Kænugarður Selenskí ræddi við blaðamenn í gær um ummæli Trumps. — AFP/Tetiana Dzhafarova

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti gagnrýndi í gær Trump Bandaríkjaforseta og sagði hann búa í heimi rangupplýsinga. Féllu ummæli Selenskís á blaðamannafundi í Kænugarði eftir að Trump gaf í skyn í fyrrakvöld að Úkraínumenn og Selenskí bæru ábyrgð á innrás Rússa og jafnframt að Selenskí sjálfur nyti einungis trausts um 4% úkraínsku þjóðarinnar.

Selenskí vísaði m.a. í nýlega skoðanakönnun sem sýndi að 57% Úkraínumanna treystu honum til þess að leiða Úkraínu áfram og sagði að Úkraínustjórn hefði sönnunargögn um að 4%-talan sem Trump nefndi væri runnin undan rótum Rússa eins og fjöldi annarra svonefndra „rangupplýsinga“ (e. disinformation) sem nú væri dreift um Úkraínu.

„Með fullri virðingu fyrir Donald Trump forseta sem

...