
Paulo Gonet Branco, ríkissaksóknari í Brasilíu, ákærði í fyrradag Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta landsins, og 33 aðra fyrir meinta valdaránstilraun í janúar 2023, en þá réðst fjölmennur hópur stuðningsmanna forsetans á forsetahöllina í Brasilíuborg og freistaði þess að koma í veg fyrir að núverandi forseti, Luiz Inacio Lula da Silva, gæti tekið við embætti.
Ákæran er m.a. byggð á 800 blaðsíðna skýrslu lögreglunnar sem kom út á síðasta ári, en þar sagði í niðurstöðu að Bolsonaro hefði verið „fullmeðvitaður og tekið virkan þátt“ í samsærinu.
Er Bolsonaro m.a. gefið að sök að hafa reynt að koma í veg fyrir að stuðningsmenn Lula gætu kosið. Þá lögðu einhverjir hinna ákærðu á ráðin um að ráða Lula af dögum, og segir í ákærunni að það hafi verið með „samþykki“ Bolsonaros.
Bolsonaro
...