Logi Einarsson menningarmálaráðherra hyggst fara yfir þátt Ríkisútvarpsins í byrlunarmálinu, en vill ekkert segja um hvort það leiði til frekari aðgerða. Í umfjöllun Morgunblaðsins um byrlunarmálið hefur verið varpað ljósi á óvenjuleg vinnubrögð…
Ríkisstjórn Logi Einarsson menningarmálaráðherra skundar af ríkisstjórnarfundi, en Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að baki.
Ríkisstjórn Logi Einarsson menningarmálaráðherra skundar af ríkisstjórnarfundi, en Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að baki. — Morgunblaðið/Eyþór

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Logi Einarsson menningarmálaráðherra hyggst fara yfir þátt Ríkisútvarpsins í byrlunarmálinu, en vill ekkert segja um hvort það leiði til frekari aðgerða.

Í umfjöllun Morgunblaðsins um byrlunarmálið hefur verið varpað ljósi á óvenjuleg vinnubrögð Ríkisútvarpsins (Rúv.) og starfsmanna þess, sem lögregla og saksóknari telja saknæm. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri vill hins vegar ekki svara neinum spurningum um það eða hlut sinn í málinu, en stjórnarformaður Ríkisútvarpsins ohf. ekki heldur og vísar aftur á útvarpsstjóra.

Logi Einarsson menningarmálaráðherra var spurður hvort það væru líðandi vinnubrögð hjá opinberu fyrirtæki að enginn væri til fyrirsvars um jafnalvarlegar

...