„Enn eru merki um að landsmenn hafi svigrúm til neyslu þrátt fyrir langvarandi hávaxtastig,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Þar segir einnig að kortavelta aukist með hverjum mánuðinum, utanlandsferðir í janúar hafi aldrei verið jafnmargar…
„Enn eru merki um að landsmenn hafi svigrúm til neyslu þrátt fyrir langvarandi hávaxtastig,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Þar segir einnig að kortavelta aukist með hverjum mánuðinum, utanlandsferðir í janúar hafi aldrei verið jafnmargar og í ár og samt virðist yfirdráttarlán ekki hafa færst í vöxt. „Á sama tíma hefur slaknað þó nokkuð á spennu á vinnumarkaði, eftirspurn eftir vinnuafli hefur dvínað og atvinnuleysi tók stökk í janúar þegar það fór yfir 4%.“
Í Hagsjánni segir einnig að greiðslukortavelta landsmanna hafi verið 6,5% meiri í janúar sl. en í janúar í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Innanlands hafi kortaveltan aukist um 3,4% að raunvirði á milli ára og erlendis um 18,4% á föstu gengi.