Snjólétt er á landinu um þessar mundir og víða þykir það heldur óvenjulegt á þessum árstíma eins og nærri má geta. Í gær var til að mynda 8 stiga hiti á Akureyri þar sem eitt vinsælasta skíðasvæði landsins er að finna
Skíðasvæði Hér er skíðað niður brekkurnar á Dalvík við kjöraðstæður.
Skíðasvæði Hér er skíðað niður brekkurnar á Dalvík við kjöraðstæður.

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Snjólétt er á landinu um þessar mundir og víða þykir það heldur óvenjulegt á þessum árstíma eins og nærri má geta. Í gær var til að mynda 8 stiga hiti á Akureyri þar sem eitt vinsælasta skíðasvæði landsins er að finna. Morgunblaðið hafði samband við Halldór Óla Kjartansson hjá Markaðsstofu Norðurlands og spurði hvort snjóleysi hefði áhrif á ferðamannaiðnaðinn á svæðinu.

„Líklega finna ferðaþjónustuaðilar fyrir þessu að einhverju leyti og auðvitað viljum við meiri snjó og þá sérstaklega til fjalla. Flestir þeirra gesta sem koma erlendis frá hafa bókað ferðina með löngum fyrirvara og finna leiðir til þess að gera ferðina sem eftirminnilegasta. Þótt nú sé óvenju snjólétt miðað við árstíma þá er engu að síður skíðafæri í Hlíðarfjalli. Fjöldi þeirra sem geta farið á skíði á

...