Þann 5. október 2021 lagði eiginkona Páls Steingrímssonar staðreyndir byrlunarmálsins á borðið. Hún viðurkenndi undanbragðalaust að hún hefði laumað svefnlyfi í bjór sem hann síðan drakk. Og hún fullyrti einnig að hún hefði afhent fjölmiðlamönnum síma hans meðan hann lá milli heims og helju
Efstaleiti Ríkisútvarpið er vettvangur þeirra atburða sem hér er fjallað um.
Efstaleiti Ríkisútvarpið er vettvangur þeirra atburða sem hér er fjallað um. — Morgunblaðið/Eggert

Baksvið

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Þann 5. október 2021 lagði eiginkona Páls Steingrímssonar staðreyndir byrlunarmálsins á borðið. Hún viðurkenndi undanbragðalaust að hún hefði laumað svefnlyfi í bjór sem hann síðan drakk. Og hún fullyrti einnig að hún hefði afhent fjölmiðlamönnum síma hans meðan hann lá milli heims og helju. Hún hélt hins vegar trúnað við viðtakendurna. Gaf ekki upp hverjir hefðu komið að máli.

Dagana og vikurnar á undan hafði hún átt í margháttuðum samskiptum við Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks, rétt eins og rakið var í fréttaskýringu á þessum vettvangi síðastliðinn þriðjudag. Ræddu þær saman í síma, skiptust á sms-skilaboðum, tölvupóstar gengu milli þeirra og þær hittust á kaffihúsi. Þóra hafði fengið konuna til þess að afhenda sér sinn eigin síma

...