A$AP Rocky
A$AP Rocky

Rapparinn A$AP Rocky, eða Rakim Mayers, var í vikunni sýknaður af ákæru um líkamsárás. Hann var sakaður um að hafa árið 2021 skotið í átt að öðrum rappara, Terell Ephron, sem hann átti í ágreiningi við. „Takk fyrir að bjarga lífi mínu,“ sagði A$AP Rocky við kviðdóminn þegar niðurstaðan lá fyrir. Í frétt AFP segir að hann hefði átt yfir höfði sér yfir 20 ára fangelsisdóm ef hann hefði verið fundinn sekur. Hann á tvö börn með söngkonunni Rihönnu.