Vænst er að í sumar ljúki endurbyggingu á Laxabakka; húsi sem er bræðingur af torfbæ og timburhúsi og stendur á Öndverðarnesi í Grímsnesi, skammt fyrir neðan brúna yfir Sog. Þetta er nákvæm endurbygging á byggingu sem þarna var reist árið 1942 af Ósvaldi Knudsen, kvikmyndagerðarmanni og málara
Laxabakki Endurreist bygging í gömlum stíl sem er á bökkum Sogsins.
Laxabakki Endurreist bygging í gömlum stíl sem er á bökkum Sogsins. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Vænst er að í sumar ljúki endurbyggingu á Laxabakka; húsi sem er bræðingur af torfbæ og timburhúsi og stendur á Öndverðarnesi í Grímsnesi, skammt fyrir neðan brúna yfir Sog. Þetta er nákvæm endurbygging á byggingu sem þarna var reist árið 1942 af Ósvaldi Knudsen, kvikmyndagerðarmanni og málara. Sú stóð fram á síðustu ár. Var þá komin í niðurníðslu og var rifin. Í kjölfarið hófst endurreisn sem að standa myndlistarfólkið Hannes Lárusson og Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir.

Verkefnið á Laxabakka er í samhljómi við að Hannes starfrækir í Austur-Meðalholtum í Flóa, skammt frá Selfossi, sögusetrið og safnið Íslenski bærinn, þar sem fornri íslenskri byggingarhefð eru gerð skil. Þar er varðveittur eini torfbærinn í Árnessýslu, sem nú liggur fyrir að friðlýsa. Raunar er Meðalholtabærinn

...