Sérstök umræða á Alþingi staðfestir efnahagslega sóun strandveiða

Sérstök umræða var um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi á Alþingi í fyrradag. Málshefjandi var Vilhjálmur Árnason sem benti á að verðmætin sem Ísland flytti út og væru grunnur að því velferðarsamfélagi sem við búum við væru sótt í náttúruauðlindir okkar. Þá vísaði hann til þess að við værum „með eina sjávarútvegskerfi heims sem er ekki háð ríkisframlögum og horfa fjölmargar þjóðir til okkar sem fyrirmyndar“.

Þar var hann vitaskuld að vísa til aflamarkskerfisins, sem byggist á varanlegum og framseljanlegum aflaheimildum og hefur reynst afar hagkvæmt og átt stóran þátt í vaxandi efnahagslegri velmegun þjóðarinnar á liðnum áratugum. Þá nefndi hann að langstærstur hluti aflaheimildanna væri á landsbyggðinni og skapaði þar mikinn fjölda starfa og verðmæti. Enn fremur væri mikil fjárfesting í nýsköpun tengd sjávarútvegi og vinnslutæki væru framleidd hér og flutt út

...