
30 ára Jón Ingi fæddist á Akranesi en ólst upp í Borgarnesi. Hann var mikill sundkappi og var í unglingalandsliðinu í sundi og náði góðum árangri þar. Jón Ingi er vélvirki og lærði einnig til flugvirkja hjá Flugskóla Íslands. Hann vann sem flugvirki á Akureyri í tvö ár, en 2020 flutti hann aftur heim og fór að vinna hjá Borgarverki og fór samhliða því í slökkvilið Borgarbyggðar og menntaði sig til þess. Árið 2022 flutti hann til Akraness með fjölskyldunni og fór í slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar 2024. Kona Jóns Inga er frá Akranesi og einnig taldi Jón Ingi að þar væru fleiri atvinnutækifæri í flugvirkjun vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Í dag vinnur hann sem flugvirki hjá Landhelgisgæslunni og er í slökkviliðinu.
Fjölskylda Eiginkona Jóns Inga er Unnur Inga Karlsdóttir, f. 1995, kennari í Grundaskóla og
...