
Sigurður Ingi Guðmundsson fæddist í Reykjavík 28. júní 1957. Hann lést á líknardeild Landspítalans 4. febrúar 2025 eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein.
Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Þorsteinsson, f. 28. júlí 1930, og Inga Hulda Eggertsdóttir, f. 16. október 1934. Bæði létust árið 2020. Eftirlifandi systkin Sigurðar eru Eggert, f. 1953, Þorsteinn, f. 1955, Guðmundur Lárus, f. 1960, og Erla, f. 1962, eiginmaður hennar og einn besti vinur Sigurðar er Jón Guðmundsson. Systir samfeðra er Guðrún Magnea, f. 1972.
Hinn 3. desember 1977 kvæntist hann Elínu Eddu Benediktsdóttur. Þeirra börn eru: 1) Guðmundur Steinn, f. 1982, eiginkona hans er Inga Dís Pálmadóttir og börn þeirra eru Bjarki Hrafn, f. 2012, og Hildur Arna, f. 2016. 2) Fjóla Huld, eiginmaður hennar er Hjálmar Guðmundsson og dætur þeirra eru Kristín Edda, f. 2017, Freyja Rún,
...