Þjóðleikhúsið Heim ★★★½· Eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd og búningar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson. Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson og Gísli Galdur Þorgeirsson. Leikendur: Almar Blær Sigurjónsson, Hilmar Guðjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Selma Rán Lima og Sigurður Sigurjónsson. Frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 7. febrúar 2025.
Fagmennska „En þetta er fyrst og síðast sýning leikaranna,“ segir rýnir um uppfærslu Þjóðleikhússins á Heim.
Fagmennska „En þetta er fyrst og síðast sýning leikaranna,“ segir rýnir um uppfærslu Þjóðleikhússins á Heim. — Ljósmynd/Jorri

Leiklist

Þorgeir

Tryggvason

Þetta verður allt í lagi.“ Á þessu klifa persónur nýjasta verks Hrafnhildar Hagalín. Eða spyrja hverjar aðra hvort allt verði ekki örugglega í lagi, og fá alla jafnan staðfestinguna um að svo verði. Sem er ekki endilega rétt. Og virkar auðvitað því ósennilegra sem það er oftar sagt. Slíkt er eðli samskipta, og alveg sérstaklega samskipta í bókmenntum, ekki síst í þeim sviðsbókmenntaramma sem Hrafnhildur Hagalín vinnur verk sitt innan að þessu sinni. Stofu- og fjölskyldudramahefðinni sem tók á sig mynd undir lok nítjándu aldar í meðförum höfunda á borð við Ibsen og Tsékhov, með smávegis táknrænum yfirtónum úr absúrdleikhúsinu sem reyndi, en mistókst, að koma í stað norska og rússneska raunsæisins um miðja síðustu öld.

...