„Vandamálið nær aftur að efnahagshruninu þegar viðhald vega var stórlega skorið niður og hefur ekki náðst upp aftur. Þetta eru 15-16 ár þar sem viðhaldsféð hefur verið 10 milljarðar á ári þegar það hefði þurft að vera 20 milljarðar,“ segir Sigþór Sigurðsson framkvæmdastjóri Colas

Vegir Uppsöfnuð viðhaldsskuld á vegakerfinu nemur 10 milljörðum á ári síðastliðin 15-16 ár. Nauðsynlegt er að finna nýjar leiðir til fjármögnunar.
— Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Vandamálið nær aftur að efnahagshruninu þegar viðhald vega var stórlega skorið niður og hefur ekki náðst upp aftur. Þetta eru 15-16 ár þar sem viðhaldsféð hefur verið 10 milljarðar á ári þegar það hefði þurft að vera 20 milljarðar,“ segir Sigþór Sigurðsson framkvæmdastjóri Colas.
Vegakerfið á Íslandi er metið á 12.000 milljarða króna og segir Sigþór að út frá þeirri staðreynd sjáist hvaða upphæðir þurfi að fara í viðhald.
Kallar eftir langtímaáætlun
„Á síðasta ári voru lagðir 12 milljarðar í viðhald sem nemur einu prósenti af heildarfjárfestingu. Hámarksending svona vega er kannski 40 ár og þá að sjálfsögðu með viðhaldi á slitlögum. Af þessu sést að viðhaldsfé þarf að vera
...