Óheft aðgengi að Reykjavíkurflugvelli er lífsnauðsyn fyrir sjúkraflug, segir í bókun sem Samtök sveitarfélaga á Austurlandi gerðu nýlega. Stjórnin telur, líkt og fleiri eystra hafa reifað, óásættanlegt að öryggi og aðgengi landsbyggðar að vellinum í …

Óheft aðgengi að Reykjavíkurflugvelli er lífsnauðsyn fyrir sjúkraflug, segir í bókun sem Samtök sveitarfélaga á Austurlandi gerðu nýlega. Stjórnin telur, líkt og fleiri eystra hafa reifað, óásættanlegt að öryggi og aðgengi landsbyggðar að vellinum í Reykjavík sé teflt í voða vegna tregðu Reykjavíkurborgar til að fækka trjám til að tryggja aðflug.

Auk áhrifa á sjúkraflug hefur öll skerðing á flugi um völlinn, segir SSA, neikvæð áhrif á þá sem verða að sækja þjónustu til Reykjavíkur. Einnig snúi þetta fyrirtækjum til að halda úti starfsemi fjarri höfuðborgarsvæðinu. Er í þessu sambandi því skorað á borg, stjórnvöld og Isavia að leysa málið ekki síst vegna sjúkraflugsins. sbs@mbl.is