Ísland getur í dag tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í körfuknattleik, Eurobasket 2025, þegar liðið mætir Ungverjalandi í fimmtu og næstsíðustu umferð undankeppninnar í Szombathely. Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma

Laugardalshöll Martin Hermannsson skorar í fyrri leiknum gegn Ungverjum sem Ísland vann eftir mikla baráttu, 70:65, fyrir ári.
— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Szombathely
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ísland getur í dag tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í körfuknattleik, Eurobasket 2025, þegar liðið mætir Ungverjalandi í fimmtu og næstsíðustu umferð undankeppninnar í Szombathely. Leikurinn hefst klukkan 17 að íslenskum tíma.
Sigur kemur Íslandi á EM, líka tap með einu til fjórum stigum. Fimm stiga tap gefur Ungverjum von fyrir lokaumferðina og þeirra möguleikar aukast með því að vinna leikinn með sex stigum eða meira.
Í lokaumferðinni á sunnudagskvöld leika Ísland og Tyrkland í Laugardalshöllinni og Ungverjar sækja Ítali heim en bæði Tyrkir og Ítalir hafa tryggt sér sæti á EM.
Martin Hermannsson er með íslenska liðinu á ný eftir
...