Sú sem þetta skrifar las einhvers staðar að ekki væri hægt að horfa á heimildamyndina Super/Man: The Christopher Reeve Story án þess að fella tár. Það reyndust orð að sönnu því ljósvakahöfundur táraðist við áhorfið þegar myndin var nýlega sýnd á heimildasjónvarpsstöð Sky
Reeve Mynd um hann fékk Bafta-verðlaunin.
Reeve Mynd um hann fékk Bafta-verðlaunin.

Kolbrún Bergþórsdóttir

Sú sem þetta skrifar las einhvers staðar að ekki væri hægt að horfa á heimildamyndina Super/Man: The Christopher Reeve Story án þess að fella tár. Það reyndust orð að sönnu því ljósvakahöfundur táraðist við áhorfið þegar myndin var nýlega sýnd á heimildasjónvarpsstöð Sky.

Myndin hlaut á dögunum Bafta-verðlaun en þar er rakin saga leikarans sem varð heimsfrægur fyrir að leika Superman. Líf hans breyttist í ógæfu þegar hann féll af hestbaki og lamaðist fyrir neðan háls. Þá hófst nýtt og erfitt líf fyrir mann sem hafði verið mikill útivistarmaður og á stöðugri hreyfingu. Hann fór að beita sér mjög í málefnum mænuskaðaðra og leikstýrði myndum. Hann lést 52 ára gamall og eiginkona hans Dane Reeve, sem elskaði mann sinn afar heitt, lést tveimur árum síðar, 44 ára gömul.

Þetta var mynd um áfall sem breytti lífi og viðbrögð manns sem neitaði að gefast upp og trúði

...