
Ásta Möller
Fjölskylda mín hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa átt náin vinatengsl við Áslaugu Örnu og fjölskyldu hennar um árabil. Ég hef því haft tækifæri til að fylgjast með Áslaugu Örnu frá unga aldri og sjá hana verða að þeim eðaleinstaklingi sem hún er í dag.
Áslaug Arna er af sterkum stofni og hefur erft það besta frá foreldrum sínum, ömmum og öfum. Það er gaman að segja frá því að fyrir stuttu sagði félagi okkar hjóna við okkur að þótt Áslaug Arna hefði ekki nema brot af eiginleikum Áslaugar ömmu sinnar væru henni allir vegir færir. Þessi félagi okkar var alinn upp í Grundarfirði, kýs flokk sem er ekki lengur á þingi og þekkti séra Magnús afa og Áslaugu ömmu hennar frá þeim tíma er þau voru prestshjón á Grundarfirði. Þau voru einstök hjón, samhent og gáfu samfélaginu mikið í mildi og stuðningi. Áslaug amma var elskuð af
...