Ég byrjaði að starfa á barnadeildinni á Landakoti daginn eftir að ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur, þá rúmlega tvítug. Ég fór í hjúkrun af því að ég vildi starfa við barnahjúkrun, en ég fór að sinna börnum með svefnvanda miklu seinna,“…
Arna „Foreldrar fá mismunandi verkefni til að takast á við í lífinu.“
Arna „Foreldrar fá mismunandi verkefni til að takast á við í lífinu.“ — Morgunblaðið/Eyþór

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Ég byrjaði að starfa á barnadeildinni á Landakoti daginn eftir að ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur, þá rúmlega tvítug. Ég fór í hjúkrun af því að ég vildi starfa við barnahjúkrun, en ég fór að sinna börnum með svefnvanda miklu seinna,“ segir Arna Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur og landsþekktur svefnráðgjafi foreldra með ung börn sem glíma við svefnvandamál. Arna lætur af störfum um næstu mánaðamót vegna aldurs, en ótal foreldrar hafa leitað til hennar undanfarna tvo áratugi með börn sín. Einnig hefur bók hennar, Draumalandið, um svefnvanda barna, verið mörgum foreldrum ungra barna sem biblía.

„Ég horfi sátt yfir starfsferil minn og hef fengið heilmikið þakklæti frá svefnvana foreldrum í gegnum tíðina, enda er grunnur að vellíðan

...