Ný tækjalína til bókagerðar sem keypt hefur verið í Prentmet Odda skapar að mati stjórnenda þar tækifæri til þess að vinnsla á bókum færist aftur heim að einhverju leyti. Hin nýju tæki sem sett voru upp fyrir nokkrum vikum eru meðal annars brotvél fyrir stórar arkir og vél til að sauma arkir bókanna
Tækjakostur Guðmundur Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri, til vinstri, og Hjörtur Guðnason framleiðslustjóri hér við nýju vélalínuna. Framför í framleiðslunni.
Tækjakostur Guðmundur Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri, til vinstri, og Hjörtur Guðnason framleiðslustjóri hér við nýju vélalínuna. Framför í framleiðslunni. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Ný tækjalína til bókagerðar sem keypt hefur verið í Prentmet Odda skapar að mati stjórnenda þar tækifæri til þess að vinnsla á bókum færist aftur heim að einhverju leyti. Hin nýju tæki sem sett voru upp fyrir nokkrum vikum eru meðal annars brotvél fyrir stórar arkir og vél til að sauma arkir bókanna. Einnig eru í línu þessari öflug hornskellingarvél og pappasax. Fleiri möguleikar eru til staðar í tækjunum sem eru kínversk tækni.

Binda 4.000 bækur á dag

„Okkur er í mun að geta mætt þeim fjölbreyttu kröfum sem til prentsmiðja eru gerðar. Því förum við í þessa fjárfestingu. Svo höfum við auðvitað líka hér á að skipa góðu starfsliði; fólk sem kann vel til verka við vinnslu bóka sem er í raun sérstakt fag,“ segir Guðmundur Ragnar

...