Bakvörður dagsins var viðstaddur þegar Víkingur úr Reykjavík vann magnaðan sigur á Panathinaikos í fyrri leiknum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar karla í fótbolta fyrir viku í Helsinki

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Bakvörður dagsins var viðstaddur þegar Víkingur úr Reykjavík vann magnaðan sigur á Panathinaikos í fyrri leiknum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar karla í fótbolta fyrir viku í Helsinki.

Það var stórkostlegt að sjá Víking vinna verðskuldaðan sigur á gríska stórliðinu. Eina svekkelsið var að munurinn hafi ekki verið meiri en eitt mark en lokatölur voru 2:1.

Aðstæður gátu varla verið betri fyrir Víkinga því leikmönnum Panathinaikos gat varla liðið verr. Gervigras, rok og mikið frost. Sverrir Ingi Ingason miðvörður liðsins hefur áður spilað í slíkum aðstæðum en það er ólíklegt að nokkur samherji hans hafi gert slíkt.

Þrátt fyrir að hafa alla tíð búið

...