Albert Guðmundsson meiddist í baki í tapi Fiorentina gegn Como á heimavelli í 25. umferð ítölsku A-deildarinnar í fótbolta um síðustu helgi. Football Italia greinir frá því að Albert verði frá næstu vikurnar og hann gæti því misst af landsleikjunum…

Wroclow Albert Guðmundsson lék síðast með landsliðinu í mars 2024.
— Ljósmynd/Szilvia Micheller
Albert Guðmundsson meiddist í baki í tapi Fiorentina gegn Como á heimavelli í 25. umferð ítölsku A-deildarinnar í fótbolta um síðustu helgi. Football Italia greinir frá því að Albert verði frá næstu vikurnar og hann gæti því misst af landsleikjunum gegn Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar um sæti í B-deildinni. Fyrri leikur liðanna fer fram í Pristina, 20. mars, og síðari leikurinn fer fram í Murcia á Spáni, 23. mars, sem er jafnframt heimaleikur Íslands.