Noregur Hinrik Harðarson skoraði sjö mörk í Bestu deildinni í fyrra.
Noregur Hinrik Harðarson skoraði sjö mörk í Bestu deildinni í fyrra. — Ljósmynd/Kristinn Steinn

Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Odd íhuga að leggja fram tilboð í Hinrik Harðarson framherja ÍA. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu en Hinrik, sem er tvítugur, skoraði sjö mörk og lagði upp önnur fimm til viðbótar í 26 leikjum með ÍA í Bestu deildinni á síðustu leiktíð. Odd hafnaði í sextánda og neðsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur því í B-deildinni á komandi keppnistímabili.