
Viðtal
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Róttækni, samvinna og tengslanet kvenna er viðfangsefni sýningar sem ber heitið Ólga: frumkvæði kvenna í íslenskri myndlist á 9. áratugnum og opnuð verður á Kjarvalsstöðum á laugardag. Um er að ræða samsýningu átta kvenna en þetta er þriðja og síðasta sýningin í rannsóknarverkefni um konur í íslenskri myndlist hjá Listasafni Reykjavíkur. Sýningin er afrakstur árslangrar rannsóknarvinnu Becky Forsythe sem einnig er sýningarstjóri en áhersla var lögð á samtöl við listamenn og leit að óþekktum verkum sem endurspegla fjölbreyttan sköpunarhátt listakvenna. Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Ásta Ólafsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Gerla, Harpa Björnsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Rúna Þorkelsdóttir, Rúrí og Svala Sigurleifsdóttir.
...