Innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur haft lítil áhrif á vilja evrópskra vinnsla til að stunda viðskipti með rússneskt sjávarfang ef marka má gagnagrunn markaðseftirlitsstofnunar Evrópu fyrir sjávar- og fiskeldisafurðir (EUMOFA)

Fréttaskýring

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur haft lítil áhrif á vilja evrópskra vinnsla til að stunda viðskipti með rússneskt sjávarfang ef marka má gagnagrunn markaðseftirlitsstofnunar Evrópu fyrir sjávar- og fiskeldisafurðir (EUMOFA).

Þar má sjá að ríki Evrópusambandsins hafa frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í lok febrúar 2022 flutt inn að minnsta kosti 492.294 tonn af rússnesku sjávarfangi frá Rússlandi, þar af eru þorskafurðir 45,6% og afurðir úr alaskaufsa 42,5%. Stór hluti þessa afurða er fiskur sem er unninn í ríkjum Evrópusambandsins.

Verðmæti viðskiptanna var 2.189,3 milljónir evra, jafnvirði um 322 milljarða íslenskra króna, á tímabilinu mars 2022 til og með september 2024, ekki hafa

...