
Pöbbkviss Níels Thibaud Girerd stýrir viðburðinum í Hannesarholti í kvöld.
Fjöldi viðburða er í boði í Hannesarholti næstu daga. Níels Thibaud Girerd verður með pöbbkviss í kvöld kl. 20 um m.a. dægurmál, sögu, landafræði og íþróttir. Bókvit nefnist viðburður sem haldinn verður á laugardag kl. 11.30-12.30 þar sem höfundarnir Ásdís Ingólfsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir og Þórunn Sigurðardóttir lesa úr verkum sínum.
Harpa Þorvalds, verkefnastjóri list- og menningartengdra verkefna á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, stýrir samsöngsstundinni Syngjum saman á laugardag kl. 14. Á sama tíma opnar Ásta Bára Pétursdóttir málverkasýningu sem nefnist Núna er tími til að hafa gaman og stendur sýningin til 10. mars. Aðgangur er ókeypis á alla viðburðina.