„Taugarnar eru bara mjög slakar myndi ég segja. Undirbúningurinn er búinn að ganga rosa vel. Við erum búnir að hafa góðan tíma til þess að undirbúa okkur hérna í Grikklandi,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings úr…

Spenntur Sölvi Geir Ottesen er spenntur fyrir seinni leiknum við gríska stórliðið Panathinaikos í Aþenu.
— Ljósmynd/Víkingur
Í Aþenu
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
„Taugarnar eru bara mjög slakar myndi ég segja. Undirbúningurinn er búinn að ganga rosa vel. Við erum búnir að hafa góðan tíma til þess að undirbúa okkur hérna í Grikklandi,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið á Ólympíuleikvanginum í Aþenu í gær.
Víkingur mætir gríska stórliðinu Panathinaikos í síðari leik liðanna í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu á leikvanginum í kvöld. Víkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrri leikinn, heimaleik sinn, í Helsinki í Finnlandi fyrir sléttri viku. Þar urðu lokatölur 2:1.
„Við erum búnir að vera með skemmtilegar æfingar. Við flugum
...