
„Listasafn Íslands kynnir með ánægju hina rómuðu sýningu Hildigunnar Birgisdóttur, Þetta er mjög stór tala – Commerzbau, sem var framlag Íslands til tvíæringsins í Feneyjum árið 2024. Þessi sýning hefur verið sniðin að Listasafni Íslands í samræmi við húsakynni þess við Tjörnina,“ segir í viðburðarkynningu, en sýningin verður opnuð á morgun kl. 17. Sýningarstjóri var Dan Byers, umsjónarmaður nútíma- og samtímalistar hjá Williams College Museum of Art í Massachusetts.
„Sýningin ögraði á gáskafullan hátt fyrirfram gefnum hugmyndum um fegurð, virði og notagildi í samhengi við þennan alþjóðlega listviðburð. Hildigunnur er kunn fyrir að gefa hinu smáa gaum í listsköpun sinni og varpa gagnrýnu ljósi á hnattræn framleiðslu- og dreifingarkerfi, sem og hið undarlega lífshlaup varningsins sem þessi kerfi skapa.“
Sunnudaginn 23. febrúar kl. 14 verður boðið upp á listamannaspjall í Listasafni Íslands þar sem Ragnar
...