
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Frumvarp sem kveður á um fækkun sýslumannsembætta í eitt hefur verið lagt fram á Alþingi, en flutningsmaður er Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra. Auk hans er Hildur Sverrisdóttir þingflokksmaður Sjálfstæðisflokksins flutningsmaður frumvarpsins. Mælir frumvarpið fyrir um að aðsetur sýslumanns verði á Húsavík í Norðurþingi, en eitt útibú á höfuðborgarsvæðinu og á 24 stöðum á landsbyggðinni.
Í greinargerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að Jón hafi haft hug á að leggja þetta frumvarp fram þegar hann gegndi embætti dómsmálaráðherra, en af því varð ekki. Guðrún Hafsteinsdóttir, arftaki hans í embætti, gerði frumvarpið ekki að sínu og hefur það legið óhreyft þar til nú.
Í frumvarpinu er lagt til að umdæmismörk sýslumannsembættanna verði
...