Bíó Paradís Sterben/ Að deyja ★★★½· Leikstjórn og handrit: Matthias Glasner. Aðalleikarar: Lars Eidinger, Corinna Harfouch, Lilith Stangenberg, Ronald Zehrfeld, Robert Gwisdek, Anna Bederke, Hans-Uwe Bauer og Saskia Rosendahl. Þýskaland, 2024. 180 mín.

Dauði Úr Sterben, Corinna Harfouch og Lard Eidinger í hlutverkum mæðginanna Toms og Lissy Lunies.
kvikmyndir
Helgi Snær
Sigurðsson
Eitt af bestu lögum hljómsveitarinnar Tindersticks nefnist „Dying Slowly“, þ.e. „Að deyja hægt“ eða „Hægfara andlát“ og gæti þessi þýska kvikmynd allt eins heitið það því hún er að stórum hluta löturhæg og dauðinn meira eða minna alltaf á næsta leiti.
Sterben er mjög löng kvikmynd og maður finnur sannarlega fyrir því en á móti kemur að kostir hennar eru líka margir, til dæmis undurfalleg, frumsamin tónlist og virkilega vandaður leikur. Einstaka atriði dvelja auk þess með manni að áhorfi loknu og þá sérstaklega eitt allsvakalegt. Hætt við að fólk missi matarlystina af því, svo ekki sé meira sagt.