
Þýski jaðarhægriflokkurinn Alternative für Deutschland, AfD, hefur verið sakaður um að hafa þegið ólögleg fjárframlög í aðdraganda sambandsþingkosninganna sem fara fram á sunnudaginn.
Þýska fréttatímaritið Der Spiegel og austurríska dagblaðið Der Standard greindu frá því í fyrradag að AfD hefði hinn 1. febrúar sl. fengið styrk upp á 2,35 milljónir evra, eða sem nemur um 344 milljónum íslenskra króna, frá Gerhard Dingler, sem eitt sinn var leiðtogi austurríska Frelsisflokksins FPÖ í einu héraði Austurríkis.
Mun þetta vera ein hæsta fjárhæð sem þýskur stjórnmálaflokkur hefur fengið í styrk frá einstaklingi, en samkvæmt rannsókn fjölmiðlanna tveggja kom féð ekki beint frá Dingler, heldur var hann leppur fyrir þýsk-svissneska auðkýfinginn Henning Conle.
Sagði í frásögn Der Spiegel
...