Langur tími mun líða og miklar rannsóknir og þróunarstarf þarf áður en hægt er að endurskapa mannlega greind í tölvu. Þekkingin kemur stig af stigi eftir því sem rannsóknum vindur fram. Þá er skilningur almennings – og stundum líka sérfræðinga – á nútíma gervigreindartækni oft gloppóttur

Prófessor Þekking til að framleiða alhliða greind er takmörkuð enn sem komið er, segir Kristinn R. Þórisson um vísindi sín hér í viðtalinu.
— Morgunblaðið/Karítas
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Langur tími mun líða og miklar rannsóknir og þróunarstarf þarf áður en hægt er að endurskapa mannlega greind í tölvu. Þekkingin kemur stig af stigi eftir því sem rannsóknum vindur fram. Þá er skilningur almennings – og stundum líka sérfræðinga – á nútíma gervigreindartækni oft gloppóttur. Gjarnan lítur fólk á tæknina ekki út frá nútímanum heldur því sem það ímyndar sér að hún gæti orðið í framtíðinni. Þetta getur valdið misskilningi á bæði hættum og tækifærum.
Viðurkenningar og verkefni
Hér talar Kristinn R. Þórisson, prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann er jafnframt meðstofnandi og -stjórnandi Gervigreindarseturs HR (CADIA) sem er 20 ára um þessar mundir. Upp á þau tímamót verður í ár haldið með ýmsu móti, svo
...