
Diljá Mist Einarsdóttir
Á síðasta ári gerðu Danir samkomulag við Kósóvó um að ríkið hýsi erlenda fanga sem eru ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins og hafa hlotið refsidóm í Danmörku. Fleiri Evrópuríki hafa skoðað þetta fyrirkomulag, enda glíma mörg þeirra við langan lista og hátt hlutfall erlendra afbrotamanna sem bíða afplánunar í fangelsum. Með þessu vilja Danir létta á dönsku fangelsiskerfi og senda erlendum afbrotamönnum skýr skilaboð.
Eftir að Danir gerðu framangreint samkomulag svaraði Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, að sjálfsagt væri að skoða að semja við önnur ríki um að taka við erlendum föngum. Þar sem nýr dómsmálaráðherra er tekinn við málaflokknum hef ég nú lagt fram fyrirspurn á Alþingi til ráðherrans um afstöðu hennar til að gera slíkt samkomulag. Til að geta betur áttað sig á
...