Stór þáttur í hinni rómuðu fiskidagshátíð á Dalvík var sjálf fiskisúpan og af því tilefni hafa veitingastaðirnir í Hörpu, La Primavera og Hnoss, ákveðið að vera með sérstakan fiskidagsmatseðil um næstu helgi þar sem stjarnan verður sérlöguð fiskidagssúpa

Goðsagnir Leifur Kolbeinsson, listakokkur á La Primavera, og Rúnar Marvinsson, ókrýndur konungur íslenskrar sjávarréttamatreiðslu, fullkomnuðu saman fiskidagssúpuna fyrir Fiskidagstónleikana.
— Ljósmyndir/Grímur Kolbeinsson
Sjöfn Þórðardóttir
sjofn@mbl.is
Stór þáttur í hinni rómuðu fiskidagshátíð á Dalvík var sjálf fiskisúpan og af því tilefni hafa veitingastaðirnir í Hörpu, La Primavera og Hnoss, ákveðið að vera með sérstakan fiskidagsmatseðil um næstu helgi þar sem stjarnan verður sérlöguð fiskidagssúpa.
Listakokkurinn og konungur íslenskrar sjávarréttamatreiðslu
Það verður ekki nein venjuleg fiskisúpa á ferðinni en það eru goðsagnir í matargerð sem eiga heiðurinn að súpunni. Leifur Kolbeinsson, listakokkur á La Primavera, fékk til liðs við sig Rúnar Marvinsson, ókrýndan konung íslenskrar sjávarréttamatreiðslu, og saman fullkomnuðu þeir fiskidagssúpuna. Grunnur súpunnar eða fiskisoðið sjálft er lagað eftir áratugagamalli uppskrift Rúnars.
„Það var
...