Söngkonan Bríet er ein vinsælasta tónlistarkona landsins. Hún spilaði fyrst og söng fyrir matargesti á Íslenska barnum í Reykjavík þegar hún var 15 ára, en kom í raun ekki fram opinberlega fyrr en þremur árum síðar, þegar hún hélt tónleika með eigin efni á Kaffi Flóru í Laugardal

Skemmtun Bríet heldur tónleika fyrir börn í fyrsta sinn.
— Ljósmynd/Silja Magg
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Söngkonan Bríet er ein vinsælasta tónlistarkona landsins. Hún spilaði fyrst og söng fyrir matargesti á Íslenska barnum í Reykjavík þegar hún var 15 ára, en kom í raun ekki fram opinberlega fyrr en þremur árum síðar, þegar hún hélt tónleika með eigin efni á Kaffi Flóru í Laugardal. Síðan hefur hún samið hvern smellinn á fætur öðrum og fengið fjölda viðurkenninga. Hún var útnefnd söngkona og textahöfundur ársins 2021 og Kveðja, fyrsta breiðskífa hennar, var þá valin plata ársins 2021, hún hefur verið verðlaunuð í bak og fyrir og haldið tónleika fyrir misjafna aðdáendahópa heima og erlendis, en nú er loks komið að tónleikum fyrir yngstu aðdáendurna, fjölskyldutónleikum.
Tími kominn fyrir börnin
„Ég hef oft spilað á
...